Þorgeir Ástvaldsson er án efa einn vinsælasti og ástsælasti fjölmiðlamaður landsins. Hann hefur verið viðriðinn fjölmiðla í 40 ár auk þess sem hann hefur komið að fjölda skemmtana, samið tónlist, sungið og skrifað.
Þorgeir stjórnar þættinum Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni og hefur verið þar við stjórnvölinn síðan um aldamót.
Hér má finna viðtal við Þorgeir um líf hans og starf, í hlaðvarpsþættinum; Alltaf í röngum bransa.
Þættirnir eru aðgengilegir á iTunes, Spotify og á fleiri rásum.