Einn eitilharður sjálfstæðismaður hafði samband við Litlu Frjálsu. Hann var heldur ósáttur við sjálfan sig og átti virkilega bágt eftir að hafa tekið kosningapróf Stundarinnar. Það getur sært þegar flokkurinn manns er hafður útundan.
Kosningapróf eins og þessi, eru sett upp til að hjálpa fólki að átta sig á hvar skoðanir þess eiga best heima og fyrir suma að ákveða hvaða flokk þeir eigi helst að kjósa, m.v. niðurstöðurnar. Svo eru þau líka til gamans.
Þessi innmúraði sjálfstæðismaður sagði að “það væri ekki smuga í helvíti”, að prófið sem hann tók á vef Stundarinnar, sýndi ekki niðurstöðu þar sem Sjálfstæðisflokkurinn kæmi a.m.k. einhversstaðar fram!
Það er rétt að geta þess að Stundin er nú ekki beint höll undir stefnu Sjálfstæðisflokksins, en að sleppa honum alveg úr kosningaprófinu er kannski aðeins of langt gengið - finnst innmúruðum.
Litlu Frjálsu finnst leitt að Stundin skuli ekki stilla hjá tölvurnar þannig að flokkurinn, a.m.k. njóti sannmælis, en eins og einhver lesandi okkar sagði; “heiftin er svo mikil að það verður ekki barist við þessi öfl með venjulegum leiðum!” Svo mörg voru þau orð….
Greinin hefur verið uppfærð:
Litlu Frjálsu barst eftirfarandi frá Stundinni:
"Í Reykjavík hafa frambjóðendur úr öllum framboðum nema Frelsisflokknum og Sjálfstæðisflokknum svarað spurningunum, en boð til þeirra hefur verið ítrekað."
Greinin hefur verið uppfærð:
Litlu Frjálsu barst eftirfarandi frá Stundinni:
"Í Reykjavík hafa frambjóðendur úr öllum framboðum nema Frelsisflokknum og Sjálfstæðisflokknum svarað spurningunum, en boð til þeirra hefur verið ítrekað."