NÝTT LÍF LÖGFRÆÐINGS



Það er óhætt að segja að Ómar R. Valdimarsson lögfræðingur hafi breytt um stíl á síðustu árum. Á myndinni til vinstri hér að ofan má sjá Ómar fyrir þremur til fjórum árum síðan og myndin til hægri sýnir hann eins og hann er í dag, hel massaður og tattóeraður!

Ómar þakkar ástundun sinni í crossfit fyrir árangurinn og ljóst er að hann hefur ekkert gefið eftir í þeim efnum.

Ómar er núna að spóka sig erlendis með fjölskyldunni, en það er umhugsunarvert að hann skuli einmitt hafa farið erlendis á þessum tíma, þegar á verkfalli flugvirkja stóð, en Ómar rekur lögfræðistofu sem býður upp á þjónustu fyrir þá sem telja sig eiga inni bætur vegna tafa hjá flugfélögum.  Ekki heppilegur tími til að taka frí.

Ómar er - eða var - stjórnarformaður Pressunar og eins og flestir vita mikill hasar á þeim bænum þessa dagana.  Það er kannski ekki óeðlilegt að menn hafi þurft að taka sér frí eftir mikið skak þar á bæ.

Litla Frjálsa óskar Ómari og fjölskyldu gleðilegra jóla.