ORKA NÁTTÚRUNNAR: OKUR Á BÍLARAFMAGNI?
Í fréttum fyrir nokkrum dögum kom fram að innflutningur rafbíla væri að margfaldast m.v. fyrri ár.  Það er ekki síst vegna þess að rægni rafbíla er að aukast hratt auk þess sem þeir eru án aðflutningsgjalda og virðisaukaskatts.

Það er augljóst hagræði í því fyrir íslendinga að eiga og reka rafbíla, sérstaklega í ljósi þess að við framleiðum rafmagn í miklu magni á ódýran og umhverfisvænan hátt.

Vissulega er óeðlilegt að ein tegun farartækja og yfirvöld munu á einhverjum tímapunkti taka upp hjá sér að setja skatta á rafbíla, rétt eins og önnur farartæki.  Þessi fríðindi yfirvalda - að leggja ekki virðisaukaskatt og aðflutningsgjöld á rafbíla - er auðvitað til að örva notkun á umhverfisvænum farartækjum.  Það er hugmyndin!

Eigendur rafbíla eiga tvo möguleika til að ná sér í rafmagn:  að hlaða bílana heima hjá sér eða “djúsa sig upp” á hraðhleðslustöðvum Orku Náttúrunnar, víðsvegar um landið. 

Það skal ekkert af því skafið að uppbygging á hraðhleðslustöðvum sem víðast er grundvöllurinn að rafbílaflotinn stækki og að sem flestir geti litið á rafbíl sem raunverulegan kost.

En stóra spurningin sem ritstjórn Litlu Frjálsu langar að vita svar við er: Af hverju er bílarafmagn meira en tvöfallt dýrara en venjukegt heimilisrafmagn??!!

  • Kílówattstund af rafmagni fyrir heimili kostar 7,97 krónur
  • Kílówattstund af rafmagni fyrir rafbíla kostar 20 krónur
(Við þessar tölur bætast síðan kostnaður við dreifingu á heimilisrafmagni og mínútugjald á hraðhleðslustöðvum - sem er 17.10 krónur á mínútuna!!)

Rök Orku Náttúrunnar eru eflaust mikill stofnkostnaður, afgreiðslugjöld, hraðari afskriftir og fleira, en það er ekkert sem réttlætir slíkan mun á verði á sömu vöru.  Við íslensdingar erum nú ekki að láta slíkt á okkur fá og munum sætta okkur við þetta hljóðlega og halda áfram að 

Ljóst er að það er meira en helmingi ódýrara að hlaða rafbíla með heima- og fyrirtækjarafmagni og því liggur í loftinu að ritstjórn Litlu Frjálsu mun gera slíkt áfram.