Í gær var viðtal við Jóhönnu Sigurðardóttur í tilefni af því að ungir jafnaðrmenn tóku sig til og lásu lengstu ræðu í sögu Alþingis, sem var flutt af Jóhönnu fyrir 20 árum í tilefni af félagslega húsnæðiskerfinu.
Jóhanna þakkar sér fyrir að hafa umbylt húsnæðismálum landsmanna t.d. með því að innleiða s.k. húsbréfakerfi á íslenskan húsnæðismarkað.
Það hefur aldrei farið hátt, en húsbréfakerfið var meingallað og beinlínis þannig úr garði gert að gera kaupendur að þrælum vaxtaokrara.
Litla frjálsa efast um að nokkur maður myndi samþykkja það að fá að láni tiltekna upphæð og láta síðan klípa af henni umtalsverðan hluta í s.k. afföll! En þannig virkaði húsbréfakerfi Jóhönnu Sigurðardóttur.
Til að skýra út fyrir þeim sem ekki átta sig á hvernig kerfið virkaði þá var það einfaldlega þannig, að gefin voru út húsbréf þegar samið var um kaup á eign. Ef eign kostaði 30 milljónir og kaupandinn lagði fram 10 milljónir, vantaði 20 milljónir uppá. Sú upphæð var tekin að láni með húsbréfum. Ekki þýddi að taka húsbréf fyrir 20 milljónum, því ef afföll voru 20% var að taka meira að láni, því seljandinn vildi fá sínar 20 milljónir!
Kaupandinn þurfti því að taka 25 milljónir að láni, selja bréfin á markaði og afhenda seljanda sínar 20 milljónir! Rugl ekki satt?
Þetta kerfi innleiddi Jóhanna Sigurðardóttir á sínum tíma og fullyrðir í viðtölum að seljendur hafi þurft að taka á sig afföllin, sem þeir gerðu auðvitað ekki!
Húsbréfakerfi Jóhönnu Sigurðardóttur er eitt mesta rugl sem innleitt hefur verið á íslenskum húsnæðismarkaði og reyndist margri fjölskyldunni dýrkeypt. Fólk tók að láni gríðarlegar upphæðir og greiddu af þeim vexti og verðbætur - upphæðir sem það síðan fékk aldrei vegna s.k. affalla. Þetta voru ekkert annað en okurlán - miklu verri en þau sem menn fóru í fangelsi fyrir hér áður fyrr.
Litla frjálsa hefur undir höndum gögn sem voru tekin saman og skrifuð í desember 1991, þegar húsbréfakerfið var og hét, en þau voru tekin saman af f.v. húsasmíðameirstara, sem lét taka saman samanburð á húsbréfakerfinu og því að taka að láni frá lífeyrissjóðunum beint. Munurinn er sláandi, sérstaklega í því samhengi að stærstu kaupendur húsbréfa með afföllum voru einmitt lífeyrissjóðirnir.
Þetta vekur okkur á ritstjórninni hinsvegar til umhugsunar, hvers vegna svona rugl fékka að viðgangast og engin sagði neitt. Í dag er það verðtryggingin - og engin segir neitt.
Stóra málið er að fjölskyldur voru að greiða afborganir af peningum, sem það fékk aldrei því afföllin voru svo há og fóru hæst í 27%!!!!!!!!
Á meðfylgjandi myndum og dæmum má sjá svart á hvítu þennan samanburð á húsbréfum og síðan hefðbundnum lífeyris- eða veðdeildarlánum og dæmi hver fyrir sig.
Ástæðan fyrir birtingu þessarar greinar er rétt til að minna okkur á að, þegar ungliðar Samfylkingarinnar og Jóhanna Sigurðardóttir fara að tromma upp hvað hún var mikil hetja alþýðunnar, er rétt að leiða hugann að því hvað hún kostaði þessar kynslóðir sem undan fóru, gríðarlegar upphæðir með tómu rugli sem var langt því frá að vera fjölskyldum landsins í hag. Jóhanna Sigurðardóttir var ekki hetja - hún var stór hættuleg og hefur verið landinu dýrkeypt alla tíð.