LJÓSMÆÐUR MEÐ EINS MÁNAÐA SKÓLAGÖNGU!




Það er hasar í ljósmæðradeilunni þessa dagana og nú er allt í uppnámi þar sem þær sega upp í umvörpum.  Vissulega eiga ljósmæður rétt á góðum launum og hvað þá að njóta sambærilegra kjara og aðrar sambærilegar stéttir.

En ljósmæðranámið hefur ekki alltaf verið 5 ára nám með tilheyrandi umstangi og kostnaði.

Litla frjálsa barst tölvupóstur frá diggum lesanda þess efnis að fyrir nokkrum árum var hinn sami staddur á Rotaryfundi og hlýddi á fræðsluerindi eins mektarmanns hér í borg.

Umræddur fyrirlesari fór yfir sögu sína og minntist þess að móðir sín hefði löngum starfað sem ljósmóðir og tekið á móti hundruðum, ef ekki þúsundum barna á sinni lífsleið.  Hún hefði að vísu ekki notið þess að fá langa skólagöngu og þaðan af síður farið í háskóla.

Það var nefnilega þannig hér áður fyrr að ljósmæður í Reykjavík fengu 3ja mánaða menntun og konur sem bjuggu út á landi fengu einn mánuð!  Já, EINN MÁNUÐ!

Vissulega hafa átt sér stað breytingar á þessum árum, eða síðan ljósmæður fengu einn mánuð til að mennta sig, en eitt er ljóst að ferli fæðinga hefur lítið breyst með tímanum…..  eða þannig!