ICELANDAIR ENDURVINNUR EKKI RUSL!
Það hefur víst ekki farið framhjá neinum s.l. misseri, hvað mikið plast er í öllu daglegu lífi.  Plast er beinlínis að drekkja okkur - og þá sérstaklega plast sem flýtur í sjónum og allt í kringum okkur.  Tómar plastflöskur og umbúðir eru fjúkandi um allt.  Plokkið mun ekki bjarga flugfélögunum frá ruslinu.

Lesandi Litlu frjálsu ferðaðist með Icelandair fyrir stuttu og það vakti athygli hans hvað plastnotkun var taumlaus um borð í einu stuttu flugi.  Ekki síst vakti það athygli hans að svo virtist að flugliðarnir hvorki flokki né safni saman rusli með það fyrir augum að endurvinna eða bjarga veröldinni frá tortímingu!

Fyrir hvert flug er farþegum boðið upp á vatn í vatnsflöskum þegar farþegar koma um borð í vélina. Þeir drekka vatn og vín úr plast-glösum, borða með plast-hnífapörum, fá gos í ál-dósum svo eitthvað sé nefnt. Nánast allt annað er ýmist plast eða pappi, sem breytist í rusl á leiðinni, í annars notalegu flugi.

Litla frjálsa kannaði af hverju að skipulögð flokkun ætti sér ekki stað í flugvélum Icelandair og fékk þau svör að það samræmdist ekki vinnuferlum flugliða að flokka sorp. 

Litla frjálsa hafði einnig samband við fulltrúa þjónustuaðila Icelandair í Keflavík og fékk staðfest að ekkert af því sorpi, plasti sem öðru sem verður til í flugi, er EKKI endurunnið, heldur öllu safnað saman og hent í einn haug þegar lent er.

Gosdrykkjaumbúðir sem eru gefnar eða seldar um borð bera ekki skilagjald, þar sem þær eru keyptar án tolla og gjalda, þ.m.t. skilagjalds.  Því má ekki fara með umbúirnar út fyrir vallarsvæði til endurvinnslu.

Ljóst er að 9 milljón farþegar (ca sá fjöldi sem ferðast til og frá Íslandi á ári) skilja eftir sig mikið rusl sem hæglega væri hægt að flokka betur og gaman væri að vita hvað Icelandair skilar frá sér mörg hundruð tonnum af plasti og rusli á ári!  

Vonandi taka þeir upp nýtt vinnulag og hugsa betur um umhverfið með því að hefja flokkun á rusli sem verður til um borð í annars ágætum vélum.

Það liggur í loftinu að í ruslinu leynast tækifærin!

Hér eru nokkrir athyglisverðir hlekkir um flugfélög og rusl: