Heiðar Guðjónsson, aðaleigandi og stjórnarformaður Vodafone keypti til viðbótar við eign sína í Vodafone, hlutabréf fyrir 100,5 milljónir, daginn eftir birtingu uppgjörs 2017. Þetta kemur fram á frettabladid.is.
Eins og vitað er, þá á og rekur Vodafone; Bylgjuna og Stöð 2.
Það sem hinsvegar vekur athygli er upphæðin 100,5 (milljónir) sem Heiðar kaupir hlutabréf fyrir, í ljósi þess að Árvakur er nú harðri samkeppni við Bylgjuna um hylli hlustenda með kröftugri markaðsherferð fyrir útvarpsstöðina K100, en Logi Bergmann var einmitt að hefja störf á útvarpsstöðinni s.l. fimmtudag í morgunþættinum Ísland Vaknar með Rikku og Rúnari Frey.
Það er skemmtileg tilviljun að útsendingartíðni K100 er einmitt FM 100,5 - eða sama tala og Heiðar keypti hlutabréf fyrir í Vodafone, eins og fyrr segir.
Kannski er þetta ekki tilviljun? Kannski er þetta yfirlýsing um að samkeppnin verði enn kröftugri á komandi misserum!