Logi Bergmann er að losna úr lögbanni og fer útvarpsþáttur hans í loftið kl 6.45 á fimmtudaginn. Ásamt Loga verða Friðrikka Hjördís og Rúnar Freyr, með honum á morgnanna.
Líkt og alþjóð veit þá varð uppi fótur og fit seint á síðasta ári þegar Logi Bergmann réði sig til Árvakurs - útgefanda Morgunblaðsins og mbl.is - til að sinna greinarskrifum og dagskrárgerð á útvarpsstöðinni K 100.
Fyrrum vinnuveitandi Loga Bergmann, 365 miðlar sem reka m.a Stöð 2 og Bylgjuna, fór hamförum þegar þessi ástsæli fjölmiðlamaður færði sig um set og fékk dæmt á hann lögbann, þrátt fyrir að dæmi séu um að slíkt standist ekki lög.
365 og Árvakur náðu að semja um starfslok Loga og rennur lögbann hans út á miðnætti þann 28. febrúar n.k.
Morgunþáttur Loga Bergmann, Rikku og Rúnars, heitir Ísland Vaknar og er á dagskrá K100 alla virka daga.