ÍSLENSKIR LEIKARAR AUGLÝSA ERLENT SKYRÞað vakti athygli ritstjórnar Litlu Frjálsu að sjá Sigga Sigurjóns og fleiri leikara, auglýsa breskt SKYR á erlendri sjónvarpsrás.  Því til viðbótar les Egill Ólafsson inn á auglýsinguna af sinni alkunnu snilld.

Þetta er ekki ný auglýsing sem þarna birtist, heldur eru þær nokkrar sem Arla í Bretlandi hefur látið framleiða og birta s.l. ár eða svo.

Það er ekki laust við að það pirri Íslendinginn í manni að sjá þessar auglýsingar, því hér er verið að láta liggja að því að varan sé íslensk í húð og hár.  Nota íslenskt umhverfi, náttúru og leikara til að skapa hina réttu stemmingu.

Það er líka fáránlegt að MS skuli hafi misst af og eða látið hjá líða að skrá ekki SKYR sem vörumerki fyrir löngu síðan.  Liklega gerði engin ráð fyrir að SKYR yrði nokkru sinni jafn eftirsótt utan landsteinanna líkt og nú er.

Sem dæmi um vinsældir íslenska Skyrsins, þá óskuðu Disney á norðurlöndum ítrekað eftir samstarfi við MS um framleiðslu á Skyri til dreifingar í Scandinavíu og Evrópu fyrir rúmum tveimur árum. 

Ekkert varð úr því samstarfi þar sem MS þótti Disney ekki vera góður samstarfsaðili - hvernig sem á því stóð.  Kannski voru FROZEN og STAR WARS nógu vinsæl vörumerki til að þau væru líklegt til árangurs með SKYR?!


Nú heitir íslenska skyrið - ÍSEY SKYR - sem er í sjálfu sér gott nafn, og útflutningur á Skyri er meiri en nokkru sinni fyrr.  Það er frábært að sjá hvað vel hefur tekist að selja íslenskt SKYR erlendis.