DAVÍÐ ODDSSON VEITIR ÚTVARPSSTÖÐINNI K100 EINA VIÐTALIÐ Á AFMÆLISDAGINN!



Davíð Oddsson er sjötugur í dag, 17. janúar.  Árvakur hefur boðið vinum og velunnurum til afmælisveislu í höfuðstöðvum Morgunblaðsins að Hádegismógum milli kl 16 og 18 á afmælisdaginn.

Þykir nokkuð ljóst að múgur og margmenni mun koma til að heilsa upp á afmælisbarnið, sem er bæði vinamargt og umdeilt.

Eins merkilegt og það er nú, þá er eins og ekkert fari meira í tauganar á vinstrimönnum og Davíð Oddsson - og hann nýtur hverrar mínútu.  Beittar greinar hans og leiðarar í Morgunblaðinu hafa oftar en ekki kallað fram viðbrögð og segja má að völd hans og áhrif séu enn meiri og víðtækari í gegnum skrif hans en með störfum hans sem ráðherra.

Það hefur pirrað ýmsa fjölmiðla í dag að Davíð svari ekki fyrirspurnum eða veiti viðtöl í tilefni af afmælinu og hefur pirringur ýmissa fjölmiðlamanna ekki farið leynt.

Litla Frjálsa hefur það fyrir víst að Davíð Oddsson hefur ákveðið að byrja afmælisdaginn í viðtali við ÍSLAND VAKNAR á útvarpsstöðinni K100 í fyrramálið og verður það eina viðtalið sem hann veitir á afmælisdaginn.

Viðbúið er að það verði stuð í stúdeóinu því Davíð er þekktur fyrir hressleg og skemmtileg viðtöl enda hefur hann frá miklu að segja. 

UPPFÆRT:

Hér má finna viðtalið við Davíð Oddsson:
https://k100.mbl.is/frettir/2018/01/17/david_70_er_ekki_haettur/