Það er ekki annað hægt en að taka ofan fyrir Jóni Ásgeiri. Snilldar taktar hans njóta sín best við samningaborðið og það er mál manna að "díllinn" við Vodafone hér meistarastykki hans, þar sem hann fær allan ávinningin greiddan en Vodafone lítið sem ekkert.
Litla Frjálsa sagði frá því hér fyrir stuttu að Jón Ásgeir og Ingibjörg yrðu innan tíðar stærstu einstöku eigendur Vodafone og þar með væru þau komin við stjórnina á ný á félaginu sem þau seldu. Það er flottur "díll"!
Samkvæmt heimildum Litlu Frjálsu, gætir samt óánægju meðal starfsmanna 365 (utan starfsmanna Fréttablaðsins sem er núna í eigu Jóns og Ingibjargar) með að svo virðist að sumarbústaður starfsmanna, Jónshús, hafi ekki fylgt með í kaupunum.
Forsaga Jónshúss er sú að Jón Ólafsson í Skífunni gaf þ.v. starfsmannafélagi Stöðvar 2 og Bylgjunnar tvo sumarbústaði. Einhverra hluta vegna gleymdist að gefa annan þeirra og fékk starfsmannafélagið bara eitt hús að lokum. Húsið hefur verið vinsælt á meðal starfsmanna og mikið notað - enda í eigu starfsmannanna, en EKKI fyrirtækisins.
Nú virðist vera að koma upp úr dúrnum að Jónshús fylgdi ekki með í pakkanum og er því skilgrient sem eign Jón Ásgeirs og Ingibjargar og tilheyrir nú rekstri þeirra og Fréttablaðsins.
Starfsmenn 365 sem fóru yfir til Vodafone eru ekki í jólaskapi yfir þessum ráðahag og hyggjast leita leiðréttingar á framkvæmd sölunnar.
Vel getur verið að þetta sé yfirsjón, ef rétt er, og því eigi jafnvel eftir að leiðrétta mistökin, en hver veit. Það liggur a.m.k. í loftinu að húsið er í einhverju millibils ástandi í augnablikinu.
ATH. Myndin tengist ekki fréttinni