Sláandi lýsingar kvenna um kynferðislega- og óviðeigandi hegðun, í hinum ýmsu greinum hafa verið birtar síðustu daga.
Það er skelfilegt til þess að vita að slíkt hafi viðgengist án þess að brugðist hafi verið við.
DV birtir langan lista með sögum kvenna í fjölmiðlum í dag, sem er sérlega sérstakur. Í mörgum tilfella er rætt um sjónvarpsfréttastofur - og þær eru ekki margar á Íslandi.
Hægt er að sjá í gegnum sumar sögurnar, bæði hvaða einstaklinga um ræðir og hvaða fjölmiðla er rætt um.
En auðvitað er það ekki aðal atriðið. Aðal atriðið er að þessi hegðun hefur fengið að grassera án inngripa frá eigendum og stjórnendum í langa tíð.
#MeToo herferðin vonandi verðir til þess að a) þetta fái ekki að viðgangast lengur og b) að við öll förum að sýna hvort öðru meiri virðingu í framtíðinni. Svona gengur ekki lengur.
Það liggur í loftinu að nú muni fyrirtæki fara í meira mæli að skilgreina betur hvernig brugðist verði við óviðeigandi hegðun og einni fræða starfsfólk sitt betur um hvar mörkin liggja.