PÁLL MAGNÚSSON - NÝR FORMAÐUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSNINS?Traustar heimildir Litlu Frjálsu herma, að innan baklands Páls Magnússonar á suðurlandi og í Vestmannaeyjum, sé mikill þrýstingur á Pál Magnússon að bjóða sig fram til formanns á næsta landsfundi Sjálfstæðisflokksins.  Þetta eru stórtíðindi.

Páll hefur verið orðaður við leiðtogakjör í Reykjavík, en hann hefur tekið af öll tvímæli um slíkt, sbr. frétt á mbl.is.

Eins og fjallað hefur verið um áður hér á fréttastofunni, þá ólgar mikli óánægja með hvernig gengið hefur verið framhjá Páli í tvígang,við úthlutun ráðherrastóla.  Það kom fram hér á fréttastofunni tveimur dögum áður en ráðherralisti Sjálfstæðisflokksins var kynntur að Jón Gunnarsson fengi ekki ráðherrastól og sömu heimildir úr innsta lagi flokksins tjáðu Litlu Frjálsu að gengi yrði einnig framhjá Páli Magnússyni í þetta skiptið.

Páll var langt frá því hress með þessa ráðstöfun og mótmælti strax ráðherralista flokksins en jafnframt gaf hann skýr skilaboð um að hann myndi styðja flokkinn og málefni hans á komandi kjörtímabili.

Þeir sem þekkja Pál Magnússon vita að hann lætur ekkert stöðva sig þegar hann hefur tekið ákvörðun og nú er lagt hart að honum að undirbúa formannskjör.

Litla Frjálsa reyndi ítrekað að ná tali af Páli, til að bera þetta undir hann en án árangurs.

Eins og þekkt er, þá er Páll f.v. fréttamaður og fréttaþulur og þaulreyndur stjórnandi.  Segja þeir sem fréttastofan hefur rætt við að hann yrði yfirburða formaður flokksins og honum til sóma - ef hann yrði kjörinn.

Innan Sjálfstæðisflokksins heyrast raddir um að kominn sé tími til að gera breytingar á forystu flokksins - hvort sá tími er kominn eða ekki, liggur alla vega í loftinu að urgur er í sumum kjördæmum landins.