GUÐLAUGUR ÞÓR HEFUR ÓTRÚLEGA MIKLAR ÁHYGGJUR



Ritstjórn Litlu Frjálsu stóð eiginlega ekki á sama s.l. fimmtudag en þá birtist frétt á mbl.is um að Donald Trump hefði viðurkennt Jerusalem sem höfuðborg Ísraels.

Rætt er við utanríkisráðherra Íslands, Guðlaug Þór Þórðarson, sem hefur af þessu miklar og ekki síst þungar áhyggjur.

Okkur stóð eiginlega ekki á sama yfir áhyggjum Guðlaugs Þórs, en ber myndin þess merki að Guðlaugur sé virkilega áhyggjufullur.

Við á ritsjórn höfum áhyggjur af Guðlaugi Þór, sem jafnan er brosmildur og skemmtilegur, en þessi ákvörðun Trump hefur virkilega sett strik í reikninginn fyrir utanríkisráðherrann.

Samkvæmt heimildum Litlu Frjálsu innan úr Utanríkisráðuneytinu, er almennt talið að Guðlaugur Þór sé léttur og brosmildur fram úr hófi, en síðustu daga hafa stjórnendur ráðuneytisins haft virkilega miklar og þungar áhyggjur af áhyggjum ráðherrans.

Það liggur í loftinu að ef fram sem horfir, þá muni áhyggur Guðlaugs Þórs hafa miklar afleiðingar í för með sér, bæði innan lands sem utan, þar sem öll utanríkisþjónustan á undir því komið að ráðherrann hafi sem minnstar áhyggjur.

Myndin með þessari frétt segir meira en mörg orð og sendum við ráðherranum og starfsmönnum ráðuneytisins okkar bestu kveðjur með von um að ráðherran finni sína fyrri fjöl aftur.