GLEÐILEGT ÁR!Litla Frjálsa Fréttastofan óskar öllum lesendum sínum gleðilegs árs með miklum þökkum fyrir góðar kveðjur og kynni á árinu 2017.

Síðustu vikur hafa verið einstakar fyrir Litlu Frjálsu, þar sem fjölmargar stórfréttir hafa verið fluttar, sem hafa haft áhrif aðra fjölmiðla og nærumhverfi. Fréttastofan er þegar að vinna í nokkrum stórfréttum sem birtast munu á fyrstu dögum ársins 2018.

Litla Frjálsa styðst eingöngu við trausta heimildarmenn, víðsvegar úr viðskiptalífinu og ekki síst eru það lesendur sem koma athyglisverðum fréttum á framfæri. Á nýju ári munu verða kynntar nýjungar sem auka enn frekar á úrval efnis hjá fréttastofunni og hvernig hægt verður að nálgast fréttirnar.

Ritstjórn LFF þakkar fyrir frábærar móttökur og gott samstarf við lesendur þennan stutta tíma sem ritstjórn hefur starfað 2017, en framundan er nýtt og spennandi ár, troðfullt af spennandi fréttum og uppákomum sem ritstjórnin lærue sig varða.

Gangið hægt um gleðinnar dyr og megi nýja árið verða ykkur öllum gæfuríkt!

GLEÐILEGT ÁR