GJAFAKORT BANKANNA - HEIMSKULEGT VIÐSKIPTAMÓDEL




Það er ritstjórn Litlu Frjálsu, mikil ráðgáta hvernig bankarnir hyggjast hagnast á "sölu" inneignarkorta sem þeir keppast við að auglýsa um þessar mundir.  Reyndar þykir okkur þetta vera eitt vitlausasta viðskipta módel sem finnst.

Bankarnir eyða tugum milljóna í auglýsingagerð og auglýsingabirtingar til að hvetja fólk til að koma og "kaupa" inneignarkort sem þeir fá ekkert fyrir.

Dæmi: Þú ætlar að "kaupa" inneignarkort fyrir 10.000.  Ferð í bankann, biður um inneignarkort fyrir 10.000.  Þú færð inneignarkort fyrir 10.000 - borgar gjaldkeranum 10.000 og ferð burtu!  Bankinn fær ekkert og þú ert ennþá með 10.000 í formi inneignarkorts!  Þetta kostaði bankann sjálft kortið, ca 290 kall og vinnuna við að búa það til.

Litla Frjálsa setti sig samband við reyndan bankamann og spurðist fyrir um hagfræðina á bakvið inneignarkortin sem bankarnir gefa út - gefa viðskiptavinum sem koma með sína eigin peninga og fá inneignarkort með tiltekinni upphæð til baka.

"Bankarnir þurfa að reyna að vera skemmtilegir um jólin því þeir eru leiðinlegir að upplagi.  Þurfa að taka þátt í jólunum á einhvern hátt.  Þetta er þeirra leið til að segja gleðileg jól!" segir f.v. bankamaður hjá Íslandsbanka.

Hann heldur áfram: "Það er samt einkennilegt að sjá viðskiptabankasviðið vinna í því allt árið að berjast við að láta viðskiptavinini hætta að koma í útibúin og færa viðskiptin yfir á netið.  Síðan koma jólin og þá eiga allir að koma hlaupandi og kaupa inneignarkort. Virkilega heimskulegt. Þetta er örugglega bara sama gamla sagan og oft áður: þetta hefur alltaf verið gert svona og við skulum bara halda því áfram."

Hverju sem því líður, þá er heimskulegt að verja milljónum og milljónum ofan í gerð og birtingu sjónvarpsauglýsinga í busness sem gefur ekkert af sér. Það liggur í loftinu að bankarnir ættu heldur að veita þeim skjól sem ekki eiga höfði sínu að halla og þurfa að dúsa í hjólhýsum oig bílum um miðjan vetur.  Peningunum væri betur borgið þannig.

Auglýsingin er reyndar góð hjá Íslandsbanka þetta árið!