Gamli og nýi tíminn!Ef það væri verið að verðlauna fyrir mynd vikunnar þá myndi þessi hér vinna að þessu sinni.  Hálf rifinn "Iðnaðarbanki" / Íslandsbanki og auglýsing frá Nova sem segir "bless við bankann".

Framundan eru miklar breytingar á sviði hefðbundinna bankaviðskipta og Nova kynnti einmitt í gær að félagið ætlaði að hasla sér völl á sviði greiðslumiðlunar.  Ýmsir segja að bankastofnanir eins við þekkjum í dag eigi eftir að renna sitt skeið á enda og öll umgjörð og mikilfengleiki í kringum banka eigi eftir að hveerfi - hreinlega inn í símana.

Það liggur amk í loftinu að við lifum á tímum breytinga!

Mynd: Einar Hermannsson