Fengu sér í nefið. Hvaða fyrirmynd er það?



MBL birtir grein og mynd frá því fyrr í dag, af þeim Jóni Gunnarssyni fráfarandi ráðherra og Sigurði Ingi, nýjum ráðherra samgöngumála.  Myndin er tekin við lyklaskipta þeirra í ráðuneytinu.

Þetta væri í raun ekki frásögu færandi nema hvað neftópaksnotkun er ekki góð fyrirmynd fyrir neinn. 

Tryggur lesandi Litlu Frjálsu hafði samband og lýsti óánægju sinni með að ráðamenn þjóðarinnar væru að láta taka af sér mynd af þessu tilefni - þ.e.a.s. að taka í nefið.  Skítt með lyklaskiptin!

Hvað ef Bjarni Ben og Katrín fengju sér í glas og eða aðrir ráðherrar jafnvel vindil í tilefni lyklaskiptanna?  Er það OK?

Þessi ábending frá lesanda þykir gott dæmi um breytt viðhorf í samfélaginu - Er ekki rétt að hafa hátt?

#höfumhátt