FASTEIGNASALAR INNHEIMTA SÖLULAUN FRÁ KAUPENDUM




Heimildir Litlu Frjálsu sanna að svo virðist að fasteignasalar séu farnir að innheimta a.m.k. hluta sölulaunanna frá kaupendum.  Svo mikil samkeppni er um bitanna á milli fasteignasala að að verktakar eru farnir að pressað sölulaunin svo lágt niður hjá fasteignasölum að nú neyðist þeir til að velta "tekjutapinu" yfir á væntanlegan kaupanda.

Þetta vekur upp spurninguna; hver gætir hagsmuna kaupandans þegar fasteignasalinn, sem er oftast að gæta hagsmuna söluaðila greiðir honum söluþóknunina?

Í raun og veru er þetta óviðunandi staða að vera í, því sá sem þyggur þóknun frá öðrum aðilanum er í umboðsvanda.  Hann er fullkomlega meðvitaður um stöðu bæði seljanda og kaupanda.  Hann hefur yfirsýn yfir öll tilboðin, hann þekkir kauphita allra tilboðsgjafa og þekkir stöðu og væntingar seljanda.

Í lang flestum tilfella - og ekki síst hjá ungu fólki - er fólk að sýsla með aleigu sína í fasteignaviðskiptum og því miklivægt að kaupferlið sé gagnsætt og heiðarlegt gagnvart öllum aðilum.  Þannig er það ekki alltaf.

Heppilegast væri að kaupendur væru með sinn fulltrúa í ferlinu.  Þessi fulltrúi fengi greitt fyrir að finna og greina eignir, afla gagna, aðstoða við tilboðsgerð og tryggja hagsmuni kaupanda.

Að deila fasteignasala er fáránleg staða að vera í.  Hver myndi t.d. vilja deila lögmanni í skilnaði og vera viss um að hann gætti hagsmuna beggja aðila? Það' þyrfti að ríkja ansi mikið traust við slíkar aðstæður.

Viðmælendur Litlu Frjálsu, sem ritstjórn bar málið undir voru sammála að þetta væri óviðunandi staða og að vinna þyrfti að breytingum á ferlinu.