ER WOW í VANDA?



Það er óhætt að segja að það hafi ekki komið á óvart að Skúli Mogensen hafi verið valinn markaðsmaður ársins fyrr í vikunni. Uppbygging hans á flugfélaginu WOW hefur verið undraverð á mjög stuttum tíma.

En eru að hlaðast upp óveðursský hjá WOW?

Traustar heimildir eru fyrir því að vandamál WOW séu tvíþætt: annarsvegar óskilvirkni í leiðarkerfi og fjárflæðisvandamál sem byrja fyrir alvöru þegar KORTA lendir í vandræðum.

WOW hefur haft greiðslumiðlun sína hjá KORTA, sem hefur greitt WOW öll fyrirframgreidd flugsæti.  Það hefur hjálpað WOW að fjármagna starfsemi sína með "vaxtalausu" láni frá viðskiptavinum.

Litla Frjálsa hefur einnig tekið eftir að breytingar hafa orðið á áætlun WOW upp á síðkastið sem ekki hafa farið hátt.  Félagið mun t.d. hvíla a.m.k. MIAMI og SAN FRANCISCO í lengri eða skemmri tíma einnig sem kemur vissulega á óvart því miklar vonir voru bundnar við þessar flugleiðir hjá WOW.

Gamalreyndur f.v ICELANDAIR starfsmaður tjáði Litlu Frjálsu að það væri mikið vandaverk að  halda jafnvægi í leiðarkerfi sem miðast við að færa fólk í gegnum "hub" eins og Keflavíkurflugvöllur, þannig að jafnvægi í "inbound og outbound" verði sem best.  Það sé bara ekki nóg að opna nýja og nýja áfangastaði.  Flugið er s.k. "low margin business" og það þarf ekki mikið til að tap sé á hverju einstöku flugi og ef ójafnvægi er í leiðarkerfum er tap fljótt að hlaðast upp.

Það vakti einnig athygli að fjórar nýjar vélar félagins voru seldar um daginn og þær leigðar til baka strax aftur.  Sú aðgerð er augljóst dæmi um "cash flow" vanda og gert til að létta þrýsing á fjárflæði félagins.

Litla Frjálsa hefur heimilidir fyrir því að innan WOW sé í gangi "plan" um mikinn kostnaðar niðurskurð og sparnað - sem er vissulega af því góða, en fólk hafi ekki séð slíkt áður þar á bæ.

Þeir sem þekkja vel til í flugbransanum telja að þungar afborganir á flugflota WOW séu byrjaðar að bíta hressilega í en afborganir af flugvélum eru venjulega mjög léttar fyrsta árið en verða síðan brattari og þyngri strax þar á eftir.

Ekki er langt síðan að fréttir bárust af því að markaðsaðilar Noregi hefðu áhyggjur af norska flugfélaginu Norvegian, þar sem hraður vöxtur þess væri farin að segja til sín og dregið hefði úr framlegð félagsins, langt umfram væntingar.

Ferðaiðnaðurinn á mikið undir að flugið sé hnökralaust til og frá landinu og því treysta menn að Skúli nái jafnvægi og tökum á rekstrinum og haldi áfram að vaxa og gleymi ekki að kapp er best með forsjá!