BJÖRN INGI KOMINN Í STRÍÐ!



Í Morgunblaðinu í morgun er grein eftir Björn Inga Hrafnsson, þar sem hann skýrir samskipti fyrrum viðskiptafélaga sinna, við Tollstjóra og birtir hluta af tölvupósti Árn Harðarssonar.

Það er hingsvegar ljóst að Björn Ingi ætlar ekkert að gefa eftir í viðskiptastríðinu sem nú er hafið milli hans, Róberts Wessman og Árna Harðarsonar.  Hann hefur lofað orrahríð greina um samskiti sín við þessa herramenn og hótar óbeint að fletta ofan af aðferðum þeirra í samskiptum við aðra.

Heimildir Litlu Frjálsu telja að þetta geti orðið ansi blóðugt stríð, því þeir Árni og Róbert setja nú allt undir í því að "negla" Björn Inga og einskis freistað í þeim efnum.  Hafa þeir m.a. látið gera ítarlega úttekt á innri viðskiptum Björns Inga við fyrirtækin sem hann var í forsvari fyrir.

Björn Ingi hefur verið í löngu vina- og viðskiptasambandi við Róbert og Árna og hefur einnig vitneskju um störf þeirra og viðskipti, sem þeir vilja helst ekki að fari víða.

Þetta getur því fallið allt um sjálft sig í einni allsherjar störukeppni - eða ekki!