Samkvæmt heimildum Litlu Frjálsu Fréttastofunnar, verður Páli Magnússyni ekki boðinn ráðherrastóll. Eins og lesendur Litlu Frjálsu vita þá var gengið framhjá Páli í síðustu ríkisstjórn við úthlutun ráðuneyta. Þótti Sunnlendingum freklega framhjá sér gengið og var urgur í sjálfstæðismönnum á Suðurlandi og þá sérstaklega í Vestmannaeyjum.
Páll var langt því frá hress með að vera ekki í hópi ráðherra og lét kröftulega heyra í sér af því tilefni.
Það hefur verið mál manna að Páll Magnússon myndi að öllum líkindum fá ráðuneyti í þessari stjórn sem nú er verið að mynda og tækifærið notað til að jafna hlut þeirra sem þóttu framhjá sér gengið síðast.
Nú liggur það í loftinu að Páll verði ekki ráðherra. Traustar heimildir Litlu Frjálsu segja að mikil undiralda sé á meðal sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi og ljóst að þeir muni ekki láta ganga framhjá sér tvisvar í röð.
Páll Magnússon er nýr á þingi, en hefur mikið persónufylgi í samfélaginu og mikla reynslu og þekkingu í stjórnun og pólitík, ekki síst í gegnum störf sín sem fréttamaður og útvarpsstjóri.
Nú er talið að Kristján Júlíusson og Jón Gunnarsson berjist fyrir ráðherrastólum sínum og líklegt er að Kristján hafi betur í þessum slag, samkvæmt heimildum Litlu Frjálsu, en það mun koma í ljós í seinna í dag, miðvikudag.