Hringbraut kaupir ÍNN af bústjóra
Litla Frjálsa frétti eftir öruggum heimildum að eigendur Hringbrautar hefðu keypt vörumerki og eignir ÍNN.  Eins og flestir vita stofnaði Ingvi Hrafn Jónsson sjónvarpsstöðina fyrir rúmum 10 árum síðan.

Ingvi Hrafn seldi Pressunni / Birni Inga ÍNN fyrr á árinu en stöðinni var lokað fyrir nokkrum vikum og fór síðan í gjaldþrot.

Mikil samkeppni hefur verið á milli Hringbrautar og ÍNN frá byrjun, en hluti eigenda Hringbrautar voru áður starfsmenn ÍNN.

Það liggur því í loftinu að breytingar verði á rekstri Hringbrautar á komandi vikum,  en rekstur félagins hefur ekki gengið vel.