Gylfi Ægisson sefur í bíl í Laugardalnum


Í fréttum RUV á mánudagskvöldið var stutt viðtal við Gylfa Ægisson.  Það sem vakti athygli var að þessi ástsæli laga- og textahöfundur virðist vera fluttur í Laugardalinn og býr þar í bíl ásamt köttunum sínum tveimur.

Gylfi átti hvern smellinn á fætur öðrum hér á árum áður eins og t.d. Stolt siglir fleygið mitt, sem margir kannast við.

Gylfi er ekki einn þarna á bílastæðinu í Laugardalnum.  Þarna búa um 20 manns ýmist í bílum, tjöldum eða hjólhýsum.

Það er algjörlega óviðunandi að fólk búi á götunni í Reykjavík og óskiljanlegt að slíkt gerist 2017.