Fleiri starfsgreinar ætla að hafa hátt!


Litla frjálsa hefur ekki misst af þeirri umræðu sem átt hefur sér stað síðustu daga og tengist óviðeigandi áreitni í garð kvenna. Nú síðast hefur orðið til hópur kvenna úr pólitík og hafa verið sagðar sögur, margar frekar óviðeigandi, þar sem karlmenn úr stétt stjórnmálamanna hafa farið langt yfir eðlileg mörk í garð samstarfsfólks á Alþingi.

Þessari bylgju er ekki lokið.

Það er svo sannarlega komin tími til að uppræta slíka framkomu gagnvart konum - og auðvitað karlmönnum líka, því að sjálfsögðu verða þeir fyrir óviðeigandi áreiti, þó í minna mæli eins og gefur að skilja.

Litla frjálsa hefur heimilidir fyrir því að mikil undiralda og umræða sé á meðal kvenn-flugliða og meðal kvenna í röðum kvenna í heilsugeiranum, um hvernig eigi að taka á því sem viðgengist hefur í áraraðir í þessum greinum: kynferðislegu áreiti af hálfu karlmanna og óviðeigandi samskiptum þeirra við samstarfskonur sínar, langt út fyrir þau mörk sem teljast eðlileg.

Það er t.d. alþekkt í flugbransanum og umtalað hvernig “banka stjórarnir”  hafa komist upp með ósæmilega hegðum gagnvart samstarfskonum, þ.e.a.s. Flugfreyjum í ferðum erlendis.  Fyrir þá sem ekki átta sig á því hvað er að vera “banka stjóri” í fluginu, þá eru það (oftast) flugmenn og flugstjórar sem fara og “banka-uppá” á síðkvöldum hjá freyjunum.

Það liggur hinsvegar í loftinu að fleiri starfsstéttir komi fram á sjónarsviðið á næstu vikum og mánuðum og fleiri segi sögu sína og reynslu.

Litla frjálsa fagnar þessari umræðu og hvetur alla til að styðja við þá byltingu sem farin er af stað.
Höfum hátt!