Bókaútgefendur og þá sérstaklega Forlagið er í miklum vanda þessi jólin. Ákvörðun þeirra að prenta allar sínar bækur erlendis framvegis, hefur m.a. gert það að verkum að Prentsmiðjan Oddi hefur endanlega tekið ákvörðun um að hætta bókaprentun á Íslandi, í ljósi þess hve óarðbær bókaprentun hefur verið í gegnum tíðina.
Oddi hefur ávalt veitt útgefendum úrvals þjónustu og hafa prentað viðbótarupplög með stuttum fyrirvara fyrir jólin, með lágmarkskostnaði.
Nú verður Forlagið að treysta á prentmagn þeirra sé í takt við áætlaða sölu því það getur reynst þeim kostnaðarsamt að vera með bæði of mikið og eða of lítið magn í einhverjum tilfella.
Líkt og kom fram í fréttum Vísis fyrr í mánuðinum, hafa orðið tafir á prentun íslenskra bóka vegna bilunar í prentsmiðju erlendis og því viðbúið að jólabækurnar komi seinna á markað en áður hefur þekkst. Sumir titlar eru jafnvel ekki komnir enn og fyrirséð að þeir muni tefjast enn meira!
Þann 23. nóvember s.l. þurftu pantanir að liggja fyrir varðandi endurprentun bóka fyrir jólin. Það er því ljóst að það sem kemur á jólabókaborðin næstu daga er það magn sem til er og ekki verður hægt að nýta sér snögga þjónustu Odda til að bregðast við þegar bók er uppseld.
Þessu til viðbótar er breytt landslag í bóksölu á Íslandi. Stórmarkaðir hyggjast bjóða upp á færri titla í ár og leggja bókum almennt til minna pláss en áður hefur þekkst. Þetta gera þeir til að bregðast við breyttu samkeppnisumhverfi og bækur skapa þeim minni tekjur en áður. Þessu til viðbótar er ljóst að Costco verður með risa stórt bókaborð með helstu titlum auk fjölbreytts úrvals af erlendum bókatitlum.
Útgefendur eiga mikið undir því að koma bókum sínum á bókaborðin í stórmörkuðum fyrir jólin.
Ákvarðanir um val bóka á borðin eru oftar en ekki teknar á persónulegum forsendum einstakra umsjónarmanna bókaborðanna, seint og illa, og því vita útgefendur oft ekki fyrr en í lok nóvember hvort titill þeirra verður "blessaður" eða ekki af innkaupastjórum stórmarkaðanna.
Til gamans má geta þess að Costco lætur dreifingarfyrirtækið Baker and Taylor sjá um öll innkaup á bókum fyrir sig. útgefendur geta því ekki brunað á lita sendibílnum sínum og sannfært verslunarstjóranum ágæti þess að taka titla sína í sölu í Costco. Baker and Taylor sá um að panta bækur á jólabókaborð Costco í maí og því geta útgefendur stýrt prent pöntunum sínu í takt við þær pantanir.
Það er því spurning um hvor það sé fagmennska að vera að prenta jólabækurnar í byrjun nóvember?
Það liggur í loftinu að breytingar eru í íslenskum útgáfubransa, með hliðsjón af breyttu landslagi í smásölunni. Traustasti söluaðili íslenskra bóka er og verður Eymundsson, sem selur úrval bóka allt árið og fleytir ekki bara rjómann fyrir jólin.