Ármann Höskuldsson farinn frá Íslandi - Er Öræfajökull ástæðan?



Það vakti athygli Litlu Frjálsu á þriðjudagsmorguninn að helsti eldfjallasérfræðingur landsins er farinn til Bretlands.  Ármann er jafnan mikið í fréttum þegar jarðskjálftar og eldsumbrot eru á Íslandi og vekur það því athygli, í ljósi umræðunnar um að Öræfajökull er við það að fara að gjósa að Ármann hafi pakkað og sé farinn af landi brott.

Það liggur í loftinu að menn búast við miklum umbrotum í jöklinum á næstunni og því er það spurning hvort Ármann veit eitthvað meira en við hin og hafi því ákveðið að “flýja land”?

Litla Frjálsa mun því hækka viðbúnaðarstig sitt og gera viðeigandi ráðstafanir, eins og t.d. verða sér úti um vararafstöð og dósamat til að vera við öllu búin á næstunni.  Að Ármann skilji okkur eftir ein í reiðileysi, án þess að láta okkur vita, er ekki góð tilfinning.

Kemur Ármann til baka?